Skipulagsstofnun hefur efasemdir um að rafeldsneytisverksmiðja Qair á Íslandi ehf., sem er fyrirhuguð á Grundartanga, geti risið á þeim hraða sem fyrirtækið áformar. Í grein Morgunblaðsins segir að starfsemin sé háð of mörgum utanaðkomandi framkvæmdum.

Þegar verksmiðjan verður fullbyggð kemur hún til með að vera langstærsti orkunotandinn á Íslandi.

Skipulagsstofnun hefur efasemdir um að rafeldsneytisverksmiðja Qair á Íslandi ehf., sem er fyrirhuguð á Grundartanga, geti risið á þeim hraða sem fyrirtækið áformar. Í grein Morgunblaðsins segir að starfsemin sé háð of mörgum utanaðkomandi framkvæmdum.

Þegar verksmiðjan verður fullbyggð kemur hún til með að vera langstærsti orkunotandinn á Íslandi.

Qair áformar að byggja verksmiðju til framleiðslu á grænu eldsneyti með framleiðslu á vetni og ammoníaki. Til stendur að reisa hana í þremur áföngum og verður fyrsti hlutinn gangsettur 2028. Annar áfanginn verður tilbúinn árið 2031 og sá þriðji árið 2034.

Talið er að framleiðslan muni ekki rýra loftgæði á svæðinu og eru áhrifin metin óverulega neikvæð í áliti Skipulagsstofnunar. Mannvirkin verða þar að auki áberandi viðbót við iðnaðarsvæðið á Grundartanga.

Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslu Qair má finna hér.

Teikning af áformaðri rafeldsneytisverksmiðju Qair á Grundartanga.
© Aðsend mynd (AÐSEND)