Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, beindi þeim skilaboðum til fulltrúa stjórnmálaflokkana sem tóku þátt á morgunfundi SFF í mogun að gæta að því hvernig þeir tala opinberlega um bankana og bankakerfið.

„Gætum að því hvað við segum, tölum ekki þennan geira niður. Hringið frekar í okkur, leitið upplýsinga og spyrjið hvernig málum er háttað,“ sagði Benedikt.

„Því að staðreyndin er sú að – þetta er haft úr Moody‘s skýrslu – að Ísland er eitt þriggja landa í Evrópu sem fær mínus í lánshæfiseinkunn fyrir það hvernig umhverfið gagnvart atvinnugreininni er á þessu landi. Það er alltaf verið að hnýta í hana. Við erum boxpúðinn, við erum vonda fólkið.“

Bendikt vísaði í þennan texta úr skýrslu Moody's.

Elski ekki háa vexti eða verðtryggingu

Benedikt sagði í kjölfarið að það sé misskilningur í almennri umræðu hér á landi að bankar elski háa vexti og verðtryggingu. „Hvorki erum við að berjast fyrir verðtryggingu né háum vöxtum, höfum það bara á hreinu.“

„Það eru engin fyrirtæki sem borga meiri vexti heldur en bankar. Ég kíkti nú bara á níu mánaða uppgjör Arion banka. Við erum búin að borga 68 milljarða í vexti það sem af er árinu.“

Þá sagði Benedikt einnig gæta misskilning um hvernig bankar horfi til verðtryggingar. Hún sé vandamál fyrir rekstur bankanna og vísaði hann m.a. í skekkju í verðtryggingarjöfnuði, þ.e. muninn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi bankanna.

„Fíllinn í herberginu: verðtryggingin. Það eru margir sem halda að bankar vilji verðtryggingu. Því fer fjarri lagi. Þetta veldur okkur verulegum vandræðum í okkar rekstri. Þið hafið heyrt talað um skekkju í verðtryggingarjöfnuði banka og hún hefur aldrei verið meiri en akkúrat núna.“

Verið að tala lánshæfi bankanna niður

Benedikt birti í kjölfarið eftirfarandi mynd um Íslandsálag í erlendri fjármögnun. Myndin sýnir álag á 5 ára óverðtryggð skuldabréf samanborið við lánshæfismat.

„Tölum af hófsemi um bransann, því að eins og staðan er núna þá erum við útkjálki (e. outlier). Við erum því miður að borga hærra vaxtaálag erlendis en við ættum að vera að gera miðað við lánshæfi. Við erum að tala lánshæfið okkar niður, þannig að við erum bæði að færast meira til hægri á þessari kúrfu og við erum að borga alltof háa vexti miðað við hvað aðrir bankar í kringum okkur eru að gera,“ sagði Benedikt.

„Og þetta, komandi frá þjóð sem er ein auðugasta þjóð heims. Við erum í fimmta sæti yfir landsframleiðslu per íbúa. Þetta er alveg ótrúlegt að við skulum sætta okkur við þetta, að erlendir fjárfestar horfi á okkur og verðleggi okkur svona.“

Haldi verðtryggingunni að einhverju leyti uppi

Til hliðsjónar af ofangreindu álagi sagði Benedikt að skoða ætti af hverju lífeyrissjóðir hafi ekki meiri áhuga á skuldabréfaútgáfu íslensku bankanna í erlendum gjaldmiðlum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði