Flug­fé­lagið Play vinnur nú með ráð­gjöfum sínum að undir­búningi að 3-4 milljarða króna hluta­fjár­aukningu en sam­kvæmt Birgi Jóns­syni for­stjóra verður hluta­fjár­aukningin sem og skráning á aðal­markað af­greidd á aðal­fundi fé­lagsins í mars.

Hann segir fjarri lagi að hluta­fjár­aukningin sé til að fjár­magna rekstur næstu mánuðina og að bókunar­staða fé­lagsins fyrir vorið sé góð.

„Strangt til tekið þurfum við, til þess að ná að fjár­magna okkur næsta vetur og tryggja okkur þessar flug­vélar til að halda rekstrinum á­fram, að gera þetta á næstu tólf mánuðum. Við ætlum þó að af­greiða þetta á aðal­fundi fé­lagsins sem er 21. mars. Við þurfum að boða það með ein­hverjum fyrir­vara þannig þetta er eitt­hvað sem er að gerast á þeim tíma­ramma,“ segir Birgir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði