Flugfélagið Play vinnur nú með ráðgjöfum sínum að undirbúningi að 3-4 milljarða króna hlutafjáraukningu en samkvæmt Birgi Jónssyni forstjóra verður hlutafjáraukningin sem og skráning á aðalmarkað afgreidd á aðalfundi félagsins í mars.
Hann segir fjarri lagi að hlutafjáraukningin sé til að fjármagna rekstur næstu mánuðina og að bókunarstaða félagsins fyrir vorið sé góð.
„Strangt til tekið þurfum við, til þess að ná að fjármagna okkur næsta vetur og tryggja okkur þessar flugvélar til að halda rekstrinum áfram, að gera þetta á næstu tólf mánuðum. Við ætlum þó að afgreiða þetta á aðalfundi félagsins sem er 21. mars. Við þurfum að boða það með einhverjum fyrirvara þannig þetta er eitthvað sem er að gerast á þeim tímaramma,“ segir Birgir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði