Daði Kárason, tæknistjóri LS Retail, er launahæstur á lista yfir tekjur verkfræðinga og annarra sérfræðinga. Launatekjur hans á síðasta ári námu 19 milljónum króna á mánuði. LS Retail var selt Aptos, félagi í eigu Goldman Sachs. Við söluna voru gerðir upp þriggja milljarða kaupréttarsamningar við lykilstarfsmenn sem vænta má þess að skýri tekjur hans á árinu að nokkru leyti.
Í öðru sæti listans er Stefán G. Guðjónsson, umboðsmaður Cisco á Íslandi, sem var með 5 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Árni Örn Stefánsson, rafvirki, með 4,1 milljón króna á mánuði.
107 á listanum, sem samanstendur af 120 manns, eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
Tíu tekjuhæstu verkfræðingar og aðrir sérfræðingar:
- Daði Kárason, tæknistj. LS Retail - 19 milljónir króna
- Stefán G Guðjohnsen, umboðsm. Cisco - 5 milljónir
- Árni Örn Stefánsson , rafvirki - 4,1 milljón
- Kjartan Gíslason, verkfr. Skovly ehf. - 3,7 milljónir
- Hreinn Jóhannsson, fv. byggingameistari - 3,2 milljónir
- Finnur Breki Þórarinsson, hugbúnaðarverkfr. - 3,2 milljónir
- Daníel Fannar Guðbjartsson, tölfr. deCode - 3,1 milljón
- Sigurður R Ragnarsson, verkfr. ÍAV - 3,1 milljón
- Yngvi Daníel Óttarsson, verkfr. - 3 milljónir
- Sigþór Einarsson, hagverkfr. - 3 milljónir
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði