Samkeppniseftirlitið (SKE), sem Páll Gunnar Pálsson stýrir, kemur heldur illa út í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í vikunni í máli eftirlitsins og Símans vegna verðlagningar á enska boltanum.
Sekt sem SKE lagði á Símann var felld niður en áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafði áður lækkað sektina úr 500 milljónum niður í 200 milljónir. Athygli vekur að dómari hnýti í SKE fyrir að hafa lagt fram 4.450 blaðsíður af skjölum í málinu, þar af tæplega 2.000 síður oftar en einu sinni og sum skjöl allt að sex sinnum án þess að það hafi þjónað sjáanlegum tilgangi.
Í dómnum er einnig bent á að SKE hafi ekki rannsakað fyllilega áhrif verðlagningarinnar á neytendur eða greint hvort Síminn væri í markaðsráðandi stöðu á umræddum mörkuðum áður en sektin var lögð á.
Enda furðuðu margir sig á sekt eftirlitisins á sínum tíma þegar reyndin var að neytendum bauðst enski boltinn á lægra verð en áður þegar Síminn tók við sjónvarpsréttinum.
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist íViðskiptablaðinu sem kom út 13. október 2022.