Fáum dylst að rekstrarskilyrði fyrirtækja eru með erfiðara móti um þessar mundir.

Hröfnunum sýnist að stjórnendur fyrirtækja hafi ríkari mæli áttað sig á því að kjarninn í sjálfbærnivegferðinni svokölluðu sé að reksturinn skili hluthöfum viðunandi arði og viðskiptavinum góðri þjónustu.

Þannig lagði Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, niður svið sem bar nafnið sjálfbærni og rekstur í fasteignum niður sem eitt stoðsviða félagsins og fækkaði framkvæmdastjórum um einn. Eitt af fyrstu verkum Maríu Björk Einarsdóttur í forstjórastól Símans var að leggja niður svið sjálfbærni og menningar.

Hins vegar er engan bilbug að finna á Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka en hann leitast nú við að fjölga starfsmönnum sjálfbærnisviðsins á skrifstofu bankastjóra úr fjórum í fimm en það hefur það hlutverk „að styðja við og vera leiðandi þegar kemur að sjálfbærnivegferð bankans“.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 18. september 2024.