Andri Snær Magnason hefur gert athugasemdir við skrif Óðins frá því í lok september. Þar vitnaði Óðinn í skrif Jakobs Bjarnar þar sem hann sagði að Andri Snær hefði aðeins skrifað eina bók á tæpum tíu árum.

Óðinn hefur farið yfir athugasemdir rithöfundarins og komist að þeirri niðurstöðu að frétt Jakobs sé í meginatriðum rétt. Hins vegar hefði mátt segja frá því að bækurnar voru tvær á rúmum tíu árum. Það ríður hins vegar ekki baggmun.

Andri Snær Magnason hefur gert athugasemdir við skrif Óðins frá því í lok september. Þar vitnaði Óðinn í skrif Jakobs Bjarnar þar sem hann sagði að Andri Snær hefði aðeins skrifað eina bók á tæpum tíu árum.

Óðinn hefur farið yfir athugasemdir rithöfundarins og komist að þeirri niðurstöðu að frétt Jakobs sé í meginatriðum rétt. Hins vegar hefði mátt segja frá því að bækurnar voru tvær á rúmum tíu árum. Það ríður hins vegar ekki baggmun.

Andri Snær benti Jakobi á sínum tíma, og einnig Viðskiptablaðinu nú, á að hann hafi ýmislegt annað gert á þessum tæpu tíu árum eins til dæmis að skrifa leikrit og gera heimildarmynd. Líkt og Jakob benti á í grein sinni þá hefur það ekkert með rithöfundalaun frá skattgreiðendum að gera. Samantekt Jakob fjallaði nefnilega um afköst rithöfunda á forsendum rithöfundasjóðs.

Óðinn skilur vel að Andra Snæ finnist þetta vandræðalegt. Enda er þetta svo. En hvers vegna réttir hann ekki hlut sinn og bendir á hversu vinnusamur hann hefur verið frá árinu 2016, þegar fréttinn birtist, til dagsins í dag?

Hér á eftir má lesa pistil Óðinn í heild sinni.

Andri Snær í öðrum heimi og ágæt verk Viðskiptaráðs

Jakob Bjarnar blaðamaður fjallaði mjög eftirminnilega um starfsferil Andra Snæs Magnasonar árið 2016 í frétt á visi.is með fyrirsögninni „Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum.“

Þar vísaði Jakob í samantekt Fréttablaðsins þar sem kom fram að Andri Snær hefði verið á launum hjá ríkinu í níu ár og þrjá mánuði á tíu árum og þegið fyrir það 37,6 milljónir króna, eða 54,3 milljónir króna á núvirði. Fyrir eina bók, að sögn Jakobs Bjarnars.

Andri Snær Magnason óð með látum út á ritvöllinn á sama miðli um helgina og sagði Viðskiptaráði til syndanna. Hann sagði meðal annars:

Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns.

Með ummælunum sló hann þar með drengjametið í kasti úr glerhúsi með steini, meðal auðnuleysingja.

***

Hafa gert mikið gagn

Óðinn er þeirrar skoðunar að Viðskiptaráð hafi gert meira gagn í sumar en Andri Snær á öllum sínum ritferli.

Helst með því að hefja fyrir alvöru umræðuna um vanda íslenska menntakerfisins sem hefur verið stórskaðað af vinstri mönnum, þá helst vinstri grænum og kennurum sem telja að kerfið snúist um þá en ekki nemendurna.

Einnig má þakka Morgunblaðinu fyrir ítarlega og upplýsingar um skólakerfið í sumar og eftirtektarvert er hversu lítil umfjöllun Ríkisútvarpsins var um málið og í engu samræmi við þá 6,125 milljarða króna sem stofnunin fær í ár frá skattgreiðendum.

***

Matvöruverðið

Það dylst engum sem fer út í búð þessi dægrin að það er dýrtíð í samfélaginu. Þó Andri Snær ráði vart við eitt verkefni í einu fór Viðskiptaráð, þetta þarna sem hefur unga fólkið í þægilegri innivinnu, í mikinn útreikning á kostnaði af tollum fyrir neytendur og birtu í byrjun ágúst.

Ráðið bendir á þá staðreynd að tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvæla­verðs á Íslandi. Heildarskatt­lagning á innfluttar matvörur nemur frá 38% upp í 105% ofan á innflutningsverð.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallaði um tolla í úttekt árið 2017:

Tollar hamla milliríkjaviðskiptum og vinna því gegn því að vörur séu framleiddar þar sem það er hagkvæmast. […] Almennt er því talið að tollar dragi úr velferð. Óheft milliríkjaviðskipti eru sérstaklega mikilvæg fyrir smáþjóðir vegna þess að þar munar allajafna mest um viðskipti við útlönd.

***

Innantómt svar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur á undanförnum árum sýnt að þar fer einn mesti forræðishyggjumaður í íslenskri stjórnmálastétt. Hann svaraði Viðskiptaráði með innantómum yfirlýsingum í Morgunblaðinu þann 13. ágúst:

Mér finnst það vera dálítil einföldun hjá Viðskiptaráði að leggja þetta til. Það er ekkert annað land í heiminum, ekki í okkar heimshluta að minnsta kosti, að horfa í þessa átt.[...]

Um leið myndi það rústa íslenskum landbúnaði og lifibrauði þeirra þúsunda manna sem hafa atvinnu sína af honum. Einnig byggð í landinu og slíkt myndi hafa ævintýralega röskun í för með sér. Ég er ekki viss um að heildaráhrifin af slíkri aðgerð yrðu jákvæð.

Þetta sagði Sigurður Ingi þrátt fyrir Viðskiptaráð hafi bent á ágæta reynslu af niðurfellingu á tollum.

Árið 2002 voru tollar felldir niður af agúrkum, paprikum og tómötum. Ráðið segir að rannsókn frá árinu 2011 hafi sýnt að samhliða verðlækkun um allt að 45% hélt agúrkurækt hérlendis óbreyttri markaðshlutdeild, þrátt fyrir lækkun í upphafi og framleiðsla á kirsuberjatómötum nífaldaðist.

***

Er ekki betra að vita, en halda?

Hvers vegna tók Sigurður Ingi umfjöllun Viðskiptaráðs ekki fagnandi og fór í það verk að meta áhrif niðurfellinganna frá 2002. Og meta hvaða áhrif yrðu á til dæmis kjúklingarækt, sem er verksmiðjuframleiðsla á Íslandi og ekki í samræmi við hugmyndir Sigurðar Inga um hvernig landbúnaður á að vera. Þær hugmyndir komu fram í samtali hans við Morgunblaðið þann 13. ágúst:

Við gerum kröfur til dýraverndar og umgjörðar af þeim skala sem fæstir gera, nema kannski hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við viljum helst fá vörur sem framleiddar eru á fjölskyldubúum, en ekki á risastórum verksmiðjubúum, þar sem aðbúnaður dýra er kannski ekki endilega sá besti og laun fólks með allt öðrum hætti en þau eru hér á landi.

Það má alveg binda innflutning skilyrðum miklu frekar en að leggja stein í götu hans með tollum. Þó ekki sama stein og Andri Snær kastaði um síðustu helgi, því sá steinn gæti komið hinum svokallaða rithöfundi að góðum notum síðar.

***

Sigurður Ingi Jóhannsson kemur aftur og aftur fram og sannar fyrir alþjóð að hann hefur engan áhuga á staðreyndum heldur kreddum. Og auðvitað að hafa úthlutunarvaldið og tollavaldið til að hygla afturhaldsmönnum um allt land.

Hann vill ekki vita hver raunveruleikinn er heldur byggir alla sína tilvist á því sem hann heldur, en ekki veit. Það er ekki traustvekjandi að hafa slíkan mann í fjármálaráðuneytinu.