Í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag fjallaði Óðinn um hagræðingu í ríkisrekstri, stofnun nýs Þjóðvilja og ummæli Diljár Mistar Einarsdóttur frá síðustu helgi.
Þar sagði Dilja Mist að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins þyrfti að hafa breiða skírskotun. Hér er hluti þess sem Óðinn sagði um ummæli Diljár Mistar og fyrir neðan fylgir könnun Gallup frá því í október.
Breið skírskotun
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mætti um síðustu helgi í Sprengisand hjá Kristjáni Kristjánssyni.
Dilja Mist sagði þar að þegar Sjálfstæðismenn velji sér nýja forystu á landsfundi sé mikilvægt að hún hafi breiða skírskotun, tengsl við almenning og fólk sem skilji viðfangsefni, áskoranir og vandamál venjulegs fólks. Það sé verkefnið fram undan.
Það kom Óðni nokkuð á óvart að Dilja skyldi útiloka Guðlaug Þór Þórðarson svo fljótt. Vissulega mældi Gallup Guðlaug Þór í október fylgislausan. Aðeins 11% stuðningsmanna vildu sjá hann þá sem formann flokksins. En það kemur könnun eftir þessa könnun.
Umfjöllun Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.