Hrafnarnir hnutu um boðskort frá Magnúsi Harðarsyni og hans fólki í Kauphöll Íslands sem boðið hafa til haustfögnuðar í næstu viku. Tilefnið er uppfærsla Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í september. Uppfærslunni hafði verið beðið með eftirvæntingu þar sem von var á yfir 50 milljarða innflæði á markaðinn frá þekktum erlendum fjárfestingafélögum.
Íslenskir fjárfestar brenndu sig hins vegar illa. Á sama tíma og erlendu nýliðarnir komu inn á markaðinn seldu aðrir erlendir fjárfestar bréf sín á íslenska markaðnum sem varð til þess að hlutabréfaverð tók skarpa dýfu sem hefur haldið áfram síðan.
Þannig sagði Morgunblaðið frá því í gær að markaðsvirði skráðra félaga hafi lækkað um 260 milljarða frá miðjum septembermánuði.
Líklega hefði verið betra fyrir Kauphöllina að bíða með fagnaðarlætin og leyfa fjárfestum að sleikja sárin aðeins lengur.
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist íViðskiptablaðinu sem kom út 6. október 2022.