Silfur Ríkisútvarpsins í gærkvöldi setti tóninn í kosningabaráttunni sem framundan er. Það var margt sem kom á Tý á óvart í þættinum.

Svandís Svavarsdóttir hefur allt frá því hún tók sæti í borgarstjórn fyrir 18 árum verið einn skeleggasti vinstrimaður landsins. Hún hefur verið örugg með sig og hefur verið óhrædd að sýna að hún er refur í íslenskum stjórnmálum.

Silfur Ríkisútvarpsins í gærkvöldi setti tóninn í kosningabaráttunni sem framundan er. Það var margt sem kom á Tý á óvart í þættinum.

Svandís Svavarsdóttir hefur allt frá því hún tók sæti í borgarstjórn fyrir 18 árum verið einn skeleggasti vinstrimaður landsins. Hún hefur verið örugg með sig og hefur verið óhrædd að sýna að hún er refur í íslenskum stjórnmálum.

Í þættinum í gær var allt annað fas á Svandísi. Hún setti á fót það leikrit að hún væri mikið fórnarlamb stjórnarslitanna. Þetta hlutverk fer Svandísi afskaplega illa og þeir sem líklegir eru að kjósa hana, herskáir öfgavinstrimenn sem vilja þiggja af samfélaginu en ekki leggja neitt til þess, sjá hana varla sem forystumann.

Þetta er ekki forystumaðurinn sem þeir sjá í þeirri mikilvægu vegferð að taka af hærri skatta af vinnandi fólki svo þeir geti haft það náðugt á kaffihúsunum á kostnað skattgreiðenda.

Það kæmi Tý verulega á óvart ef Svandís breytti ekki um kúrs. Reyndi að vera þessi uppreisnarsami sósíalisti sem steytir hnefann. Jafnvel setji ráðherrabílinn í felur og birtist á hjóli.

En fórnarlambsleikrit Svandísar fór henni ekki bara illa. Það er fráleitt. Það sjá allir að Svandís var sú sem endaði líf ríkisstjórnarinnar með því að ákveða einhliða að kjósa í vor.

Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, en Jóhann Páll er sérstakur áhugamaður um skattahækkanir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kristrún óörugg

Týr hefur dáðst að Kristrúnu Frostadóttur allt frá því hún tók við í formennsku í Samfylkingunni. Hún hefur, líklega af eldra manna ráðum, haldið sig frá öllum pólitsíkum deilum og stjórnað ferðinni sjálf.

Því hefur hún verið óspjölluð af átökum undanfarna mánuði og hefur fengið viðurnefnið Móðir Teresa íslenskra stjórnmála. En því tímabili er líklega lokið.

Í Silfri Ríkisútvarpsins í gær birtist Kristrún óörugg og ráðvilt. Það kom Tý mjög á óvart því hann bjóst við miklu af Kristrúnu.

Það kæmi Tý lítt á óvart ef hún sæti nú með Ólafi Ragnari og Össuri og réði ráðum sínum, ásamt öllum pr mönnunum sem er á launaskrá ríkisins.

Kannski að fyrrverandi varaþingmaðr Samfylkingarinnar, Eiríkur Bergmann Einarsson, og sérstakur álitsgjafi Ríkisútvarpsins geti líka lagt gott til í þessari snúnu stöðu.

En Kristrún kemst ekki hjá því að tala um stefnumál Samfylkingarinnar, sem eru satt best að segja mjög óljós. Eina vissan er sú að þau kosta milljarðatugi og verða sótt í vasa hins venjulega skattgreiðanda.

Tali Kristrún ekki um stefnumálin þannig að hinn venjulegi maður skilji, eru allar líkur á að fylgið reytist hratt af flokknum.

Það er því orðin meiri áhætta fyrir Kristrúnu að þegja - en tala.

Týr er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.