Litla ísöldin er tímabil sem hófst snemma á 14. öld og stóð fram til loka 19. aldar. Á þessu tímaskeiði var hrollkalt á norðurhveli jarðar. Litla ísöldin hafði mikil áhrif á auðlindanýtingu mannkyns. Matur var af meira skornum skammti en í dag. Mannfólkið gekk hratt á skóglendi Evrópu til að afla sér eldsneytis og til að halda á sér hita.
Þegar Ísland var numið var töluvert hlýrra á norðurhveli jarðar en er í dag. Vatnajökull var ekki sjónarsvipur miðað við í dag, sem og Grænlandsjökull. Skógur stóð milli fjalls og fjöru. Víkingar gátu safnað mat með því að yrkja jörð og salta kjöt. Þeir notuðu timbur til að knýja frumstæðan tæknibúnað, sem og til hitunar og húsbygginga. Þetta gerði það að verkum að hægt var að búa á nyrst á jörðu.
Kol taka við af timbri
Undir lok litlu ísaldar fóru kol að taka við af timbri sem helsti orkugjafi mannkyns. Hagkvæmara var að ferja kol á milli staða samanborið við timbur. Bretland varð heimsveldi eftir að þeir iðnvæddust með kolum og gufuvélinni.
Bretar réðu lögum og lofum næstu áratugina á alþjóðasviðinu. Sterlingspundið varð mikilvægasti gjaldmiðill heims. Á þriðja áratug 20. aldar glötuðu Bretar sinni stöðu. Bandaríkin fundu leið til að knýja áfram samgöngur með hráolíu.
Ford Motor Company spratt fram með því að bjóða olíuknúin farartæki til alls almennings. Bandaríkin byggðu á olíu og framleiða hana í magni – og gera enn. Mögulega hefur farið framhjá einhverjum að Bandaríkin hafa endurheimt fyrri stöðu sem stærsti olíuframleiðandi heims. Það gerðist eftir að bergbrotsvinnsla (e. shale) þróaðist hratt þar í landi.
Heimsmarkaður með málma
Fjórða stig orkunýsköpunar í orkunýtingu hófst árið upp úr aldamótum í austri. Kína hefur iðnvæðst og er nú fremst í flokki framleiðslu rafmagnsvara. Staðan er sú að Kína ræður lögum og lofum á heimsmarkaði með málma. Kína á litlar náttúrulegar birgðir af olíu og gasi en nokkuð af kolum í jörðu.
Þrátt fyrir það er um helmingur af þeirrar orku sem þeir framleiða keyrður áfram af innfluttri orku, einkum kolum. Það eru hagsmunir Kínverja, bæði fyrir innlendan iðnað sem og þjóðaröryggi, að nota endurnýjanlega orku þar sem þeir vilja ekki vera í þeirri stöðu að vera öðrum háðir orku.
Bandaríkin hafa tak á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Seðlabankar víða um heim, hvort sem það er sá íslenski eða sá kínverski, þurfa að eiga dollarabirgðir til að tryggja alþjóðaviðskipti.
Samfara líkum á hækkandi tollum við landamæri Bandaríkjanna, fyrri fordæma um bann við notkun dollarnum og tangarhald Bandaríkjanna á gjaldmiðli sínum (og þar með þeim ríkjum sem reiða sig á hann), hafa seðlabankar heimsins stóraukið við gullbirgðir í þeirri viðleitni að gera sín kerfi síður háð gjaldeyrismörkuðum. Þessi staða felur í sér ógnanir, en líka tækifæri.
Málmar og orkuskipti
Amaroq framleiðir, rannsakar og leitar að gulli, kopar, nikkel og öðrum sjaldgæfum málmum (e. rare earth elements, REE). Amaroq hyggst reka öflugt, norrænt fyrirtæki sem rannsakar og framleiðir gull og aðra málma, sem nauðsynlegir eru fyrir orkuskiptin.
Nauðsynlegt er að Vesturlönd gefi þessum mörkuðum meiri gaum. Grænland er að mestu ósnortið þegar kemur að vinnslu málma. Þess vegna er áhugi fjárfesta mikill. Amaroq hefur tök á að byggja upp okkar eigin innviði og eigin orku.
Við erum samkeppnishæf því við nýtum eftir bestu getu rafknúinn, sjálfkeyrðan, eigin búnað. Með því móti getur Amaroq byggt upp sjálfbæran og samkeppnishæfan rekstur.
Heimskautaúlfurinn er eitt harðgerasta og sjaldgæfasta dýr Grænlands. Úlfarnir ferðast tugi kílómetra á dag til að afla sér orku. Öll þeirra lífsbarátta snýst um að sækja orku, að halda á sér hita. Amaroq horfir til og dáir heimskautaúlfinn.
Við erum sjálfstætt félag, sem gerir hlutina á nýja og sjálfbærari vegu. Við héldum á ónumin svæði og leituðum eftir sjaldgæfum málmum, sem finnast í miklu magni á okkar svæðum. Málmarnir sem við leitum að og höfum fundið, eru frumforsenda orkuskipta.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði