Eva Dögg Davíðsdóttir hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Vinstri grænna auk Andrésar Inga Jónssonar Pírata lagt fram þingsályktunartillögu um auglýsingabann á öllu sem tengist jarðefnaeldsneyti – með öðrum orðum bann við auglýsingum á bifreiðum, flugferðum og öllu slíku.

Eva Dögg Davíðsdóttir hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Vinstri grænna auk Andrésar Inga Jónssonar Pírata lagt fram þingsályktunartillögu um auglýsingabann á öllu sem tengist jarðefnaeldsneyti – með öðrum orðum bann við auglýsingum á bifreiðum, flugferðum og öllu slíku.

Þetta væri skilvirk leið til þess að afmá það litla sem er eftir af frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Hrafnarnir sáu að Staksteinahöfundur Morgunblaðsins telur þingsályktunartillöguna vera til marks um valdatöku talibana í Vinstri grænum. Eitthvað kann að vera til í því en hrafnarnir telja þingmennina vera að ganga í augu á áköfustu meðlimum loftlagstrúarsafnaðarins.

Auglýsingabannið er fengið úr umsögn Ungra umhverfisverndarsinna og Landverndar um aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum.

Þar er að finna álíka galnar hugmyndir um lífsstílsstjórnun í þágu loftslagsins eins og að stjórnvöld fái geðþóttavald til þess að banna erlendar netverslanir sem selja einhvern óþarfa og vald til að setja hámark á fjölda bílastæða í þéttbýli. Vafalaust eiga þingmennirnir eftir að leggja fram slíkar tillögur fljótlega.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 2. október 2024.