Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og munins á árinu 2022. Hér eru þeir pistlar, sem voru í sætum 6 til 10 yfir þá mest lesnu.
6. Kaupaukar og liðsflótti
Hrafnarnir telja einsýnt að markmið kaupréttakerfis Kviku banka hafi verið að gera lykilstarfsmenn nægilega efnaða til að þeir treysti sér til að láta af störfum og fara gera eitthvað skemmtilegra.
7. Kaupréttarhafinn Kristrún á opnum fundi
Kristrún Frostadóttir fór mikinn á opnum fundi í fjárlaganefnd með fulltrúum Bankasýslunnar um Íslandsbankasöluna í vor. Kristrún virtist hafa miklar áhyggjur af því að tilboðum eigin viðskipta Landsbankans annars vegar og Kviku hins vegar hafi verið hafnað í útboðinu.
8. Marinó og sumarbústaður Katrínar Olgu
Það vakti mikla athygli þegar Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, seldi hlutabréf í bankanum í maí. Hrafnarnir töldu augljósa og eðlilega skýringu geta verið á sölu forstjórans.
9. Urðar yfir Orra
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Niceair á Akureyri, sendi Orra Haukssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Isavia, tóninn vegna umræðu um fjármögnun á flugvöllum á landsbyggðinni.
10. Erlend flugfélög á eftir Boga Nils?
Launahækkun Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, rataði í fjölmiðla snemma á árinu. Hrafnarnir heyrðu að ein meginskýringin á launahækkuninni sé að stjórn Icelandair hafi óttast að missa Boga Nils úr starfi.