Óðni er fátt óviðkomandi og fór hann um víðan völl á árinu eins og oft áður. Hér eru fimm mest lesnu pistlar Óðins á árinu.
1. Hvar hefur Andrés verið?
Óðinn fjallaði um skattastefnu almannatengilsins Andrésar Jónssonar og Samfylkingarinnar.
2. Aumt spark Sigríðar Daggar og 23 milljónir á starfsmann
Óðinn skrifaði um gjaldþrot Fréttablaðsins og rekstrarumhverfi fjölmiðla. Hann velti fyrir stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.
3. Eitt sinn verzlunarskóli
Óðinn fjallaði um samanburð stjórnmálakennara í Verzlunarskóla Íslands á Adolf Hitler, Benito Mussolini og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
4. Fær Benedikt Sveinsson bætur frá Íslandsbanka?
Salan á Íslandsbanka bar oft á góma á árinu. Óðinn velti upp þeirri spurningu hvort kaupendur í útboði Íslandsbanka gætu sótt bætur til bankans vegna reglubrota og lögbrota í tengslum við söluna.
5. Kerecis og arðinn til þjóðarinnar?
Ein stærsta fyrirtækjasala Íslandssögunnar átti sér stað á árinu, kaup danska fyrirtækisins Coloplast á lækningavörufyrirtækinu Kerecis. Óðinn fjallaði um söluna á Kerecis og velti fyrir sér hvenær stjórnmálin myndu leggja til auðlindagjald á þorskroðið.
Hér má sjá mest lesnu pistla Óðins í sætum 6-10 á árinu: