Óðinn hefur sterkar skoðanir á þjóðmálunum. Hér að neðan eru mest lesnu pistlar Óðins á árinu í sætum 1 til 5.

1. Almannahagsmunir og sérhagsmunir Þorgerðar Katrínar

Óðinn telur að stærsta synd stjórnmálamanna sé að misnota aðstöðu sína sér til hagsbóta. Í mest lesna pistli ársins velti hann fyrir sér hvort Þorgerður Katrín hafi gert það haustið 2008.

2. Himinn og haf á milli Pólverja og Palestínumanna

Óðinn fjallaði ítarlega um innflytjendur og tölur frá dönsku hagstofunni og danska fjármálaráðuneytinu.

3. Ný ríkisstjórn Samfylkingar og stærsti ósigur kosninganna

Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mati Óðins popúlistar af bestu gerð og því telur hann fróðlegt að fylgjast með ríkisstjórnarsamstarfinu.

4. 392% munur á múslimum og öðrum innflytjendum

Óðinn benti á að hreint framlag fjögurra hópa íbúa Danmerkur er mjög mismundandi. Aðeins einn hópur fær meira úr sameiginlegum sjóðum en hann greiðir öll sín æviár - að meðaltali.

5. Innflytjendur frá MENAPT mun líklegri til að fremja glæpi

Karlar frá múslimalöndunum sem flust hafa til Danmerkur eru 3,66 sinnum líklegri til að fremja glæpi en vestrænir innflytjendur í landinu.