Óðinn hefur sterkar skoðanir á þjóðmálunum. Hér að neðan eru mest lesnu pistlar Óðins á árinu í sætum 6 til 10.

6. Illugi, Mái og ánægjan að greiða skatta

Óðinn skoðaði skattgreiðslur Illuga Jökulssonar og skildi í kjölfarið betur hvers vegna einn besti leikmaður góða liðsins er svona glaður með að greiða skattana sína.

7. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á 10% fylgi

Samgöngusáttmáli átti að kosta 120 milljarða árið 2019. Nú á hann að kosta 310 milljarða. Óðinn fjallaði um leyndina yfir nýja plagginu og byggingarkostnað Landspítala.

8. Óskiljanlegur afleikur Samfylkingar

Óðni þótti Samfylkingin lengi vel aðeins hafa gert ein mistök en mánuði fyrir kosningar fjölgaði þeim og geriði flokkurinn þá hver mistökin á fætur öðrum.

9. Kostnaður vegna innflytjenda, Danmörk og sósíalistarnir

Óðinn varpaði ljósi á gögn frá dönsku hagstofunni og fjármálaráðuneytinu sem sýna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Eini hópur innflytjenda sem borgar umfram það sem hann fær úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera í Danmörku eru vestrænir innflytjendur.

10. Fyrirspurn Diljár Mistar og furðusvar Sigurðar Inga

Óðinn spurði hvers vegna Sigurður Ingi vildi ekki taka saman tekjur, eða eftir atvikum kostnað, sem ríkissjóður og sveitarfélög hafa af einstaka hópum í samfélaginu.