Prívatmaðurinn Einar Örn Benediktsson brá sér í boðsferð til Parísar með Wow air og skildi borgarfulltrúann Einar Örn eftir í ráðhúsinu.
Eitthvað fóru fjölmiðlar á stjá með sprota Nýja Íslands á lofti í kjölfarið. Sóley Tómasdóttir vildi fá skýringar á ferð Einars með hliðsjón af siðareglum og góðum starfsháttum kjörinna fulltrúa.
Einar átti svar við því. Hann var þarna í boði æskuvinar síns, Skúla Mogensen, aðaleiganda Wow air. Nú er Einar fæddur árið 1962 samkvæmt opinberri skráningu en Skúli ekki fyrr en 1968. Það eru því sex ár á milli þeirra.
Ætli Einari Erni hafi þótt gaman að leika sér við fimm ára stráka þegar hann var sjálfur ellefu ára?