Óvanalegt er að pólitík sé ofarlega á baugi um hásumarið. Eigi að síður hefur umræðan í sumar einkennst af fréttum af titringi á stjórnarheimilinu. Framganga Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra og stjórnsýslan í ráðuneyti hennar vegna hvalveiðibannsins hefur vakið reiði innan Sjálfstæðisflokksins og það sama gildir um hvernig hún beitir Samkeppniseftirlitinu í upptakti til að hrinda úr vör áformum um kerfisbreytingar á hinu ágæta og arðsama fiskveiðistjórnarkerfi.

Hér er um að ræða reiði og pirring sem hefur verið að safnast upp á meðan Sjálfstæðisflokkur hefur átt í samstarfi við Framsóknarflokk og Vinstri græn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði