Íslendingum hefur tekist að byggja upp raforkukerfi sem er einstakt á heimsvísu. Það er einangrað, ótengt öðrum kerfum og með 100% endurnýjanlega orku sem verður æ verðmætari. Þessu fylgja þó áskoranir. Árleg orkuframleiðsla á Íslandi er ekki föst tala, heldur sveiflast hún milli ára eftir náttúruöflunum. Flestir raforkunotendur þurfa hins vegar forgangsorku sem afhent er öll ár óháð stöðu í vatnsbúskapnum. Nú er svo komið að forgangs-raforkukerfi Landsvirkjunar er nánast fullnýtt.
Í þessari þröngu stöðu á raforkumarkaði fer eftirspurn eftir raforku vaxandi. Aukning hjá heimilum og smærri fyrirtækjum er um 5-10 MW/ári. Stjórnvöld hafa jafnframt sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti á landinu og stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis fyrir lok árs 2040. Árlega eru fluttir inn um milljón lítrar af bensíni og olíu svo það gefur auga leið að það þarf töluverða, innlenda orkuframleiðslu til þess að vega upp á móti því.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði