Stjórnmál og stýrivextir eru líklegast þau umfjöllunarefni sem helst hafa borið á góma á kaffistofum landsins enda af nægu að taka. Háir stýrivextir hafa líka tekið vel í pyngju landsmanna sem meðal annars hefur sýnt sig í færslu úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð lán.

Ísland sker sig frá flestum löndum hvað varðar útbreiðslu verðtryggingar skuldbindinga. Erlendir fjárfestar og greinendur klóra sér gjarnan í kollinum þegar útskýrt er hvernig hún virkar og hver áhrifin eru á bæði bankana og lántakendur. Í raun má segja að í landinu séu tvær myntir; óverðtryggðar og verðtryggðar krónur. Þær hegða sér á töluvert ólíkan hátt og þá sér í lagi þegar miklar sveiflur eru í verðbólgu og vöxtum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði