Uppsetning er hafin á skautasvelli Nova á Ingólfstorgi en svellið verður opnað klukkan 19.00 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12.00 – 22.00 en svellið er samstarfsverkefni, Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung.

Jólaþorp kemur til með að umlykja svellið þar sem skreytingar og tónlist skapa rétta jólaandann og geta gestir keypt sér mat, drykk og annað góðgæti. Svellið var glæsilegt í fyrra með alls 40.000 ljósaperum. Í ár bætast 60.000 perur við og verður því skautað undir tveimur ljósaþökum með alls 100.000 ljósaperum og ljúf og jólaleg stemningin eftir því.

Skemmtilegar uppákomur verða á opnuninni þann 1. desember og aldrei hvað gerist þegar tekur að líða á jólamánuðinn en undanfarin ár hefur fólk tekið upp á ýmsu á rómantísku svellinu. Má í því samhengi nefna að menn hafa skellt sér niður á hnén og fengið svarið já frá ástinni fyrir vikið.

Frítt verður inn á svellið fyrir þá sem koma með eigin búnað en þeir gestir sem leigja hjálma og skauta greiða kr. 990,- fyrir klukkustundina (kr. 790,- ef greitt er með AUR appi). Börn og byrjendur geta einnig leigt skautagrind til að koma sér af stað og kostar slík kr. 990,- fyrir