Sjaldgæft NBA körfuboltaspil sem gefið var út árið 1997 seldist nýlega á 840 þúsund dali, eða sem nemur um 121 milljón króna.

Á spilinu er ljósmynd af goðsögninni Michael Jordan úr Stjörnuleik NBA árið 1992 en spilið er auk þess áritað af goðinu sjálfu.

Aðeins 23 spil með myndinni frægu voru gefnar út á sínum tíma og er það talið eitt eftirsóttasta spil heims meðal NBA körfuboltaspilasafnara.