Ástu-Sólliljugata 17 var dýrasta einbýlishús sem selt var í Mosfellsbæ á síðasta ári. Kaupverð hússins, sem er 303 fermetrar, nam 179 milljónum króna. Fermetraverð nam því 590 þúsund krónum.

Hæsta fermetraverð sem greitt var fyrir einbýlishús í sveitarfélaginu var 742 þúsund krónur, en það var fyrir Grenibyggð 36. Kaupverð hússins, sem er 221 fermetri, nam því 164 milljónum króna.

Hér að neðan má sjá lista yfir fimm dýrustu einbýlishús sem seld voru í Mosfellsbæ í fyrra.

Dýrustu einbýlishús sem seldust í Mosfellsbæ árið 2022

Heimilisfang Verð (milljónir kr.) Stærð Fermetraverð (þúsundir kr.)
Ástu-Sólliljugata 17 179 303 590
Helgadalsvegur 5 170 329 517
Grenibyggð 36 164 221 742
Skálahlíð 40 155 300 517
Leirvogstunga 35 150 351 427
Heimild: HMS

Umfjöllunina má lesa í heild í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.