Porsche 911 kostar frá 30 milljónum króna en Dakar útgáfan kostar í kringum 50 milljónir. Aðeins voru framleidd 2.500 eintök af bílnum.
Bíllinn er uppseldur hjá framleiðanda en samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, væri líklega hægt að útvega einn 911 Dakar.

Hvers vegna Dakar?
Paris – Dakar rallið var einhver mesta álagskeppni í akstursíþróttum sem haldin hefur verið. Leiðin var sú sama frá 1977-2007 þar til henni var breytt af öryggisástæðum. Hún var um 10 þúsund kílómetra löng, keppnin hófst í París, farið var í gegnum Sahara eyðimörkina og endað í Dakar, stærstu borg Senegal. Í fyrstu keppninni hófu 182 keppni en aðeins 74 luku henni.
Árið 1984 tók Porsche þátt í fyrsta sinn. Frakkinn René Metge sigraði á sérbyggðum Porsche 911 Carrera 3.2 4x4 en keppendur voru þá alls 427.
Nánar er fjallað um Porsche 911 Dakar í Bílum, bílablaði Viðskiptablaðsins, kom út í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið hér í vefútgáfu og pdf útgáfu.
Meðal efnis í blaðinu er:
- Mercedes Benz G rafjeppinn á leið í framleiðslu og kemur til Íslands í vor
- Hekla flytur inn ORA GWM rafbílana
- Ný og fallegri Kona
- Ólafía í viðtali um bíla og golf
- Nýr Prius kominn á markað
- Reynsluakstur á Brabus útgáfu af smart
- Ólafía í viðtali um bíla og gólf
- Bílahönnuðurinn Marcello Gandini
- Bílasýningin í Munchen
