„Samhliða stúdentsprófi í gamla daga lærði ég smíðar og vann við það í nokkur ár en ég fattaði það afar ungur að bílabransinn hentaði mér jafnvel enn betur þar sem bíladellan var þegar á alvarlegu stigi talsvert áður en bílprófið kom í hús. Ég gerðist áskrifandi að mínu fyrsta bílablaði 14 ára gamall, sænska bílablaðinu „Teknikens Varld“ og bætti síðan smám saman við þær áskriftir á næstu árum og held þeim mörgum enn,“ segir Ágúst.
„Það skemmtilegasta við starfið fyrir utan hið augljósa, að vinna við eitt flottasta bílmerki veraldar, er sennilega hversu fjölbreytta mannflóru við fáumst við á hverjum degi. Fólk kemur til okkar með alls konar hugmyndir og þarfir í bílamálum sem afar gaman er að vinna úr og finna rétta niðurstöðu fyrir viðskiptavininn. Í því felst oft áskorun og skemmtilegar uppákomur og þar sem við vinnum oft með stórar fjárhæðir hjá fólki er afar mikilvægt að vanda vel til verka.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði