Fyrsta Ladan nefndist VAZ2101 og var byggður á Fiat 124. Fiatinn kom markað 1966 og var bíll ársins í Evrópu það árið.

Rússunum þótti Fiatinn ekki nógu sterkur og gerðu um 800 breytingar á bílnum, stórar og smáar. Sagt er að á endanum hafi 65% af íhlutum í bílnum verið breytt.

Ekki bara til að bæta hann heldur einnig til að bregðast við því að margt var ófáanlegt í Sovétríkjunum. Til dæmis var plastframleiðsla ekki eins þróuð og í Evrópu. Einnig var 92 oktana bensín og mótorolían ekki fáanleg í Sovétinu og því þurfti að aðlaga vélbúnaðinn að því.

Bíllinn var hækkaður, styrktur og önnur og aflmeiri vél var sett í hann. Þetta gerði bílinn ekki bara betri fyrir rússneskrar aðstæður, vegi og vetrarveður, heldur einnig fyrir íslenskar aðstæður.

Bíllinn var einföld smíði, sem var hentugt í Rússlandi því lítið var um verkstæði og því algengt að eigendur gerðu við bílana sjálfir. Það sem skipti þó einna mestu um vinsældirnar var að bíllinn var ódýr.

Greinin birtist í Áramótum, áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar Verslunar. Áskrifendur geta lesið greinina hér.