Verkfræðingurinn Spen King fæddist árið 1925 í Surrey á Englandi. Faðir hans var lögmaður. King byrjaði sinn feril árið 1942 sem lærlingur hjá Rolls-Royce en færði sig árið 1945 yfir til Rover.

Móðir hans var systir bræðranna Spencer og Maurice Wilks, sem stýrðu fyrirtækinu. Hans fyrsta verk hjá Rover var að vinna að túrbínum í bíla.

Verkfræðingurinn Spen King fæddist árið 1925 í Surrey á Englandi. Faðir hans var lögmaður. King byrjaði sinn feril árið 1942 sem lærlingur hjá Rolls-Royce en færði sig árið 1945 yfir til Rover.

Móðir hans var systir bræðranna Spencer og Maurice Wilks, sem stýrðu fyrirtækinu. Hans fyrsta verk hjá Rover var að vinna að túrbínum í bíla.

Range Rover árgerð 1970 í Toskana bláum lit.

Sá tækifæri í lúxusjeppa

Þegar King kom til Rover var hönnun á Land Rover jeppanum þegar langt komin, jeppanum sem síðar fékk heitið Defender. Sá bíll var landbúnaðartæki en King sá tækifæri í að búa til jeppa sem hafði getuna til utanvegaaksturs, líkt og Defender, og þægindi og aksturseiginleika venjulegs fólksbíls.

Fyrsta kynslóð Range Rover kom á markað árið 1970 og var framúrstefnuleg í mörgum skilningi.

Range-inn bauð upp á sítengt fjórhjóladrif, kassalaga grindramma og V8 vél – sem allt voru nýjungar hjá Rover á þeim tíma. Hann var einnig einn af fyrstu bílunum til að koma með gorma fyrir betri aksturseiginleika og þægindi.

Þar sem King var verkfræðingur, en ekki hönnuður, var hönnun jeppans einföld og beinskeytt og áhersla lögð á virkni fremur en útlit. Þrátt fyrir það varð Range Rover næstum strax táknmynd lúxusjeppans.

Range Rover varð fljótt vinsæll fyrir fjölhæfni sína, mikla getu utanvegar sem og þægindi. King er oft talinn hafa lagt grunninn að lúxusmarkaði með jeppa með þessari hönnun.

Lést í hjólreiðaslysi

Charles Spencer „Spen“ King, lést 26. júní 2010 eftir hörmulegt reiðhjólaslys, þá 85 ára að aldri. Sendiferðabíll ók á hann þegar hann var að hjóla skammt frá heimili sínu í þorpinu Cubbington á Englandi. Bill Baker, sem sá um almannatengslin hjá Rover um árabil og þekkti King vel, skrifaði minningargrein um hann árið 2010.

„Ef þú ert að velta því fyrir þér hvers vegna 85 ára maður var enn að hoppa upp á reiðhjól, þá þekktirðu ekki Spen. Hann var mjög hress, fróðleiksfús, ötull verkfræðingur sem neitaði að láta árin hægja á sér.

Hvort sem hann keyrði Golf GTi í loftköstum um vegi Warwickshire, keppti á seglskútunni sinni Berhoo um Isle of Wight, hannaði bát sem skilaði sér sjálfur á land eða sást á reiðhjólinu sínu – var Spen alltaf á ferðinni.“

Í minningargreininni rifjar Baker upp að hafa hitt Spen og seinni eiginkonu hans Moyra í fyrsta sinn árið 1990 er þau komu til Bandaríkjanna til að veita aðstoð við 20 ára afmælisfögnuð fyrsta Range Roversins hans Spen.

Nánar er fjallað um Spen King í Bílar, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.