Í október og nóvember verður hraðinn á öllum ADSL tengingum viðskiptavina aukinn umtalsvert. Vinna við að auka hraðann á tengingum er hafin, en viðskiptavinir þurfa ekki að biðja sérstaklega um aukninguna. Viðskiptavinir sem hefja ADSL áskrift frá og með deginum í dag fá áskrift samkvæmt nýju vöruframboði.
Á heimasíður Símans, siminn.is, er að finna upplýsingar um hraðabreytingarnar og í hvaða röð tengingar í hverri símstöð verða stækkaðar. Áætlað er að búið verði að stækka allar tengingar viðskiptavina fyrir 1. desember næstkomandi. Verð Internetþjónustu er ekki innifalið í ofangreindum breytingum.
Síminn hefur sett á markað nýjung sem kallast Öryggispakki Símans, en hann inniheldur vírusvörn og eldvegg fyrir heimatölvur. Síminn býður Öryggispakkann í samstarfi við Trend Micro, sem eru leiðandi í heiminum í öryggismálum á Internetinu. Síminn vill ítreka mikilvægi þess við viðskiptavini að verja tölvur sínar gegn árásum vírusa og tölvuþrjóta til að draga verulega úr líkum á því að óprúttnir aðilar nái að nýta sér tölvurnar og aðganginn í hugsanlega ólöglegum tilgangi. Allur póstur sem berst um þau póstföng sem fylgja áskriftinni hjá Símanum eru skönnuð og sýktum skeytum er eytt. Aftur á móti geta vírusar dreift sér um önnur netföng, um ýmsar heimasíður og svo framvegis, sem ítrekar mikilvægi þess að heimatölvurnar séu varðar einnig. Með öryggispakkanum er hægt að kaupa allt að fimm hugbúnaðarleyfum, en hvert leyfi gildir fyrir eina tölvu. Verð á leyfi er frá 250 kr. á mánuði, og verður það innheimt á símreikningi. Allar upplýsingar um öryggispakkann er að finna á siminn.is, en þar geta viðskiptavinir skráð sig inn með aðgangs- og lykilorði sínu, náð í öryggispakkann og pantað fyrir hann hugbúnaðarleyfi.