George S. Boutwell var fyrsti framkvæmdastjóri IRS en hann spilaði lykilhlutverk í að safna þeim gríðarlegu fjárhæðum sem þurfti til að berjast við Suðurríkin í bandarísku borgarstyrjöldinni.

Ævisaga hans hefur nú verið tekin fyrir hjá fréttamiðlinum WSJ en minningu hans var ekki björguð af hópi sagnfræðinga, heldur af frænda afkomanda hans, Jeffrey Boutwell.

Boutwell hefur oft verið lýst sem einum af áhrifaríkustu embættismönnum sem Bandaríkjamenn hafa aldrei heyrt um. Á einu tímabili var hann hins vegar jafn vel þekktur og margir aðrir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum.

George Sewall Boutwell fæddist árið 1818 í Brookline í Massachussets-ríki. Sem ungur strákur vann hann á bóndabæ fjölskyldunnar meðan hann lærði hjá póstmeistara þorpsins. Hann gekk síðan í lögfræðinám og varð ríkisstjóri aðeins 33 ára gamall áður en hann varð bæði þingmaður og öldungadeildarþingmaður.

Stærsta hlutverk hans var hins vegar að hjálpa til við að safna fjármunum fyrir bandaríska ríkið til að sigra borgarastyrjöldina. Fjárhæðirnar voru yfirþyrmandi en árið 1862 nam sú upphæð hátt í milljón dala á dag.

Til að ná þessu markmiði réð Boutwell borgarlegan her sem samanstóð af fjögur þúsund umboðsmönnum og skrifstofustarfsmönnum.

Það var að vísu Salmon P. Chase, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem fékk stærstan hluta heiðursins fyrir að hafa lokið þessu verkefni. Það var hins vegar Boutwell sem stofnaði IRS og varð síðan sjálfur fjármálaráðherra eftir stríð undir Ulysses S. Grant.

Hann var þó ekki þessi dæmigerði skattstjóri sem gerði aðeins það sem honum var sagt. Boutwell var hlynntur styttri vinnuviku, menntun kvenna og trúði mikið á kynþáttajafnrétti. Hann barðist lengur en flestir í að byggja aftur upp Suðurríkin í von um að blökkumenn myndu öðlast ríkisborgararétt.