Það eru endalausir valkostir um gistihús í borginni. Við val á þeim skiptir árstíminn máli. Á heitustu dögunum í júlí og ágúst er skynsamlegt að velja hótel með sundlaug. Svo er spurningin hvort maður vill vera nærri eða fjarri ströndinni. Ef ferðin er frá fjórum nóttum er bæði betra.

Hotel Arts Barcelona

Arts hótelið er annað af tveimur alvöru hótelunum við ströndina. Hótelbyggingin sjálf er fjarska falleg úr fjarlægð en ljót í návígi. Hins vegar bætir hinn 52 metra langi gullfiskur El Peix eftir kanadíska arkitektinn og listamanninn Fran°k Gehry nokkuð fyrir útlit hótelsins. Að innan er hótelið smekklegt. Þar eru tveir ágætir veitingastaðir. Annar þeirra er Enoteca Paco Pérez, tveggja stjörnu Michelin staður sem er alveg hreint ágætur ef maður nennir ekki langt út að borða. Hinn er léttari í maga og fyrir veskið. Hótelherbergin eru amerísk, stór en ekkert sérstaklega hlýleg. Enda er hótelið í Ritz Carlton keðjunni – þó lítið fari fyrir því. Fyrir utan hótelið er ágætt sundlaugarsvæði og á efstu hæðinni, 43. hæð, er spa-ið. Það er stórfínt og útsýnið svakalegt yfir borgina.

Umfjöllun um fleiri hótel í Barcelona er að finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.