Um fátt hefur verið meira rætt að undanförnu en risasamning David Beckham við Los Angeles Galaxy í Major League Soccer, MLS-atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Þangað fer stórstirnið eftir heldur brokkgengan feril hjá Real Madrid. Fyrir ómakið þiggur Beckham um 18 milljarða króna í laun næstu fimm árin, eða 3,6 milljarða á ári, 300 milljónir á mánuði, 75 á viku.
Fyrir keppnistímabilið 2007, í nóvember sl., var samþykkt launaþak fyrir hvert lið í MLS-deildinni sem kallast í slæmri þýðingu Eyrnamerkingarreglan, Designated Player Rule á ensku, en þekkist núna aðallega undir heitinu Beckham-reglan. Samkvæmt reglunni er veitt undanþága fyrir einn stjörnuleikmann fyrir hvert lið sem gerir bandarísku knattspyrnuliðunum kleift að krækja í leikmenn eins og Beckham, Ronaldo eða Lous Figo. Samkvæmt Beckham-reglunni er launaþak hvers liðs 2 milljónir dollara.
Síðastliðin 11 ár hafa laun leikmanna í MLS-deildinni verið greidd úr sameiginlegum sjóði hennar og svo verður áfram. Sjóðurinn er þannig ábyrgur fyrir allt að 400.000 dollurum að hámarki fyrir árslaun hvers leikmanns en sé um hærri greiðslur að ræða til "eyrnamerkta" leikmannsins þarf liðið sjálft að greiða þau umfram laun. Hverju liði verður úthlutað eitt sæti fyrir stjörnuleikmann en þeim verður heimilt að framselja réttinn til annars liðs og standa þá uppi sjálf án "eyrnamerkts leikmanns. Engu liði er þó heimilt að hafa fleiri en tvo "eyrnamerkta" leikmenn innan sinna raða.
MLS-deildin fór þá leið að setja á launaþak til þess að halda himinháum kostnaði við rekstur liðanna niðri, minnugt þess hvernig fór fyrir NASL-deildinni á áttunda áratugnum. Meðan hún var við lýði kepptust liðin um dýra leikmenn. Þar voru stjórnendur New York Cosmos-liðsins ekki barnanna bestir, en þeir virtust hafa ótakmörkuð fjárráð og tryggðu sér Pele fyrir metfé, eða 5 milljónir dollara fyrir 32 árum. Þetta leiddi til mikils kapphlaups með yfirboðum milli liðanna sem endaði með gjaldþroti deildarinnar.
Don Garber, fulltrúi MLS-deildarinnar, segir að fyrirkomulagið í deildinni síðastliðinn 11 ár standi á traustum grunni. Nú sé hins vegar komið að því að efla áhugann fyrir knattspyrnu í landinu og gera deildina meira spennandi með tilkomu stjörnuleikmanna. Nýja fyrirkomulagið á að gilda til ársins 2009 og verður þá endurskoðað í ljósi reynslunnar. Nokkrir leikmenn MSL eru nú þegar yfir mörkum launaþaksins, með yfir 400.000 dollara árslaun. Þeim verður heimilt að þiggja þau laun yfirstandandi keppnistímabil en að því loknu er hætt við því að launin lækki undir fyrrgreint mark eða þeir teljast vera "eyrnamerktir".
Fyrir keppnistímabilið 2007, í nóvember sl., var samþykkt launaþak fyrir hvert lið í MLS-deildinni sem kallast í slæmri þýðingu Eyrnamerkingarreglan, Designated Player Rule á ensku, en þekkist núna aðallega undir heitinu Beckham-reglan. Samkvæmt reglunni er veitt undanþága fyrir einn stjörnuleikmann fyrir hvert lið sem gerir bandarísku knattspyrnuliðunum kleift að krækja í leikmenn eins og Beckham, Ronaldo eða Lous Figo. Samkvæmt Beckham-reglunni er launaþak hvers liðs 2 milljónir dollara.
Síðastliðin 11 ár hafa laun leikmanna í MLS-deildinni verið greidd úr sameiginlegum sjóði hennar og svo verður áfram. Sjóðurinn er þannig ábyrgur fyrir allt að 400.000 dollurum að hámarki fyrir árslaun hvers leikmanns en sé um hærri greiðslur að ræða til "eyrnamerkta" leikmannsins þarf liðið sjálft að greiða þau umfram laun. Hverju liði verður úthlutað eitt sæti fyrir stjörnuleikmann en þeim verður heimilt að framselja réttinn til annars liðs og standa þá uppi sjálf án "eyrnamerkts leikmanns. Engu liði er þó heimilt að hafa fleiri en tvo "eyrnamerkta" leikmenn innan sinna raða.
MLS-deildin fór þá leið að setja á launaþak til þess að halda himinháum kostnaði við rekstur liðanna niðri, minnugt þess hvernig fór fyrir NASL-deildinni á áttunda áratugnum. Meðan hún var við lýði kepptust liðin um dýra leikmenn. Þar voru stjórnendur New York Cosmos-liðsins ekki barnanna bestir, en þeir virtust hafa ótakmörkuð fjárráð og tryggðu sér Pele fyrir metfé, eða 5 milljónir dollara fyrir 32 árum. Þetta leiddi til mikils kapphlaups með yfirboðum milli liðanna sem endaði með gjaldþroti deildarinnar.
Don Garber, fulltrúi MLS-deildarinnar, segir að fyrirkomulagið í deildinni síðastliðinn 11 ár standi á traustum grunni. Nú sé hins vegar komið að því að efla áhugann fyrir knattspyrnu í landinu og gera deildina meira spennandi með tilkomu stjörnuleikmanna. Nýja fyrirkomulagið á að gilda til ársins 2009 og verður þá endurskoðað í ljósi reynslunnar. Nokkrir leikmenn MSL eru nú þegar yfir mörkum launaþaksins, með yfir 400.000 dollara árslaun. Þeim verður heimilt að þiggja þau laun yfirstandandi keppnistímabil en að því loknu er hætt við því að launin lækki undir fyrrgreint mark eða þeir teljast vera "eyrnamerktir".