Ýrúrarí hefur jafnan unnið með notaðan textíl og lagt áherslu á handverk, en tilkoma stafrænu prjónavélarinnar, sem beðið var eftir í rúmlega sex ár, hefur breytt nálguninni. Í Prótótýpu fá gestir HönnunarMars innsýn í skapandi ferli þar sem hönnuðurinn víkur frá hefðbundnu handverki og sekkur sér ofan í stafræna textílhönnun og vöruþróun

Á sýningunni kynnir Ýr prótótýpur af klæðnaði prjónuðum í sniði (fully fashioned) úr íslenskri og breskri ull ásamt fjölbreyttum prufum og tilraunum úr ferlinu.

Hvað varð til þess að þú fórst að vinna með stafræna prjónavél, og hvernig hefur hún breytt nálgun þinni á hönnun?

Ég fjárfesti í þessari Kniterate prjónavél þegar ég var að ljúka námi í Glasgow School of Art í textílhönnun vorið 2017. En vélin var alls ekki tilbúin þegar ég keypti hana, verkefnið var í fjármögnun á Kickstarter og ég náði að vera ein af 100 fyrstu til að kaupa mig inn í verkefnið. Vélin átti að vera tilbúin á tveimur árum, en þau drógust í rúmlega sex, á meðan fór fókusinn minn alveg í endurvinnslu og kennslu. En fyrir um ári síðan flutti ég heim til Íslands, aðallega fyrir vélina, og byrjaði að læra á hana. Það hefur verið smá aðlögun að finna út úr hvað ég geri með svona vél sem gerir bara ný efni, en ég hef reynt að vera með skynsamlegar nálganir á framleiðslu með vélinni.

Viðtalið við Ýrúrí er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Hér er viðtalið í heild fyrir áskrifendur Viðskiptablaðsins.