Í höfuðstöðvum þýska Daimler -Benz í Untertürkheim í Stuttgart árið 1965 var sérstök áhersla lögð á að hanna háafkastavél. Henni var ætlað að gefa Mercedes yfirburði í aksturskeppnum, sérstaklega í þýska götukappakstrinum (d. Deutsche Rundstrec ken-Meisterschaft).

Félagarnir Aufrecht og Melcher unnu að þróun þessa verkefnis þar til stjórn Daimler-Benz ákvað, áður en verkefnið varð opinbert, að hefja ekki aftur þátttöku í kappaksturskeppnum. Mercedes hafði hætt allri þátttöku í mótorsporti eftir stórslysið í Le Mans árið 1955. Það var því nokkuð óvænt en skiljanlegt að stjórn félagsins vildi ekki snúa þeirri ákvörðun við.

Ævintýrið hófst í nágrenni Stóðhestagarðs

Þrátt fyrir að ákvörðun fyrirtækisins útilokaði áframhaldandi þróun innan veggja Daimler-Benz gáfust þeir félagar ekki upp. Þeir héldu áfram að þróa vélina í frítíma sínum, í tvöföldum bílskúr undir húsi Aufrechts í Grossaspach, rétt fyrir utan Stóðhestagarð – eða Stuttgart eins og borgin heitir á frummálinu. Sama ár settu þeir breyttu vélina í Mercedes Benz 300 SE bíl og skráðu sig til keppni í þýska götubílakappaksturinn. Þar náðu þeir ótrúlegum árangri og unnu tíu keppnir. Þarna sönnuðu þeir hversu snjallir þeir voru að breyta venjulegum fólksbíl í kappakstursbíl.

Mercedes-Benz 300 SEL í forstjóraútgáfunni.

Með þennan árangur í farteskinu ákváðu þeir að stofna eigið fyrirtæki. Árið 1967 yfirgáfu þeir Daimler-Benz og stofnuðu AMG. Nafnið var samsett úr upphafsstöfum þeirra beggja: A fyrir Aufrecht, M fyrir Melcher, og G fyrir Grossaspach, heimabæ Aufrechts og staðinn þar sem ævintýrið hófst.

Markmið AMG var skýrt. Að nýta þá þekkingu sem þeir höfðu aflað sér á kappaksturs brautinni til að bæta venjulega götubíla og gera þá hraðari, öflugri og einstakari. Þeir vildu færa kraft kappakstursins inn í daglegt líf bílaeigenda.

AMG 300 SEL 6.8 Renntourenwagen auf Basis der Mercedes-Benz Luxuslimousine 300 SEL 6.3 (W 109). Beim 24-Stunden-Rennen in Spa-Francorchamps 1971 erringen Hans Heyer und Clemens Schickentanz Platz 2 im Gesamtklassement und sorgen damit für eine Sensation.…
© Mercedes-Benz AG (Mercedes-Benz AG)

Stórsigur árið 1971

Stóri alþjóðlegi árangur AMG kom árið 1971. Þeir breyttu Mercedes-Benz 300 SEL 6.3, sem var bíll bankastjóra og stórforstjóra þess tíma, í kappaksturbíl með því að stækka vélina í 6,8 lítra. Með þessum bíl tókst þeim að vinna sinn vélarflokk og ná öðru sæti í heildarkeppni 24 klukkustunda kappakstursins í Spa Francorchamps í Belgíu.

Rauða svínið var létt um 130 kg en samt var hann þungur miðað við keppinautana. Framstuðarinn hvarf og álhurðir settar í
© Mercedes-Benz AG (Mercedes-Benz AG)

Til að létta bílinn fjarlægðu þeir stuðara, skipti öllu gleri út fyrir plexígler, og smíðuðu hurðir úr áli. Þyngdin fór úr 1765 kg niður í 1635 kg – samt var bíllinn þungur miðað við keppinautana. Á sama tíma breikkuðu þeir afturhlutann til að koma fyrir auka 15 lítra eldsneytistanki. Aufrecht og Melcher létu sér ekki nægja að breyta vélum. Þeir hönnuðu sína eigin íhluti til að auka aflið. Þar á meðal kambása, hedd og soggreinar, og hlutu fyrir það virðingu og aðdáun bæði bílaá hugamanna og keppinauta.

Hér er eftirgerð sigurbílsins frá Spa 1971. Frumútgáfan var seld til fransks fyrirtækis í prófanir á flugvélabúnaði til að kosta stofnun AMG. Í Frakklandi var hann lengdur og vann helst fyrir franska herinn. Að þeim loknum endaði hann í bílapressu.
© Mercedes-Benz AG (Mercedes-Benz AG)

Þessar breytingar ásamt rauðu málningunni gerðu það að verkum að bíllinn hlaut viðurnefnið Rauða svínið (d. Rote Sau). Uppnefnið var alls ekki háð heldur virðingarheiti, því svín eru herramannsmatur í Þýskalandi.

Eftir árangurinn í Spa jókst eftirspurn eftir breytingum frá AMG. Þeir fluttu starfsemi sína til Affalterbach, rétt norður af Stuttgart, þar sem þeir gátu stækkað verkstæði sitt og mætt aukinni eftirspurn eftir sér sniðnum Mercedes-Benz bílum.

Nánar er fjallað um sögu AMG í sérblaði Viðskiptablaðsins, EV Bílar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.