Celine setti nýverið á markað sína fyrstu pilates línu undir stjórn Hedi Slimane. Línan kom út í mars 2025 og samanstendur af leggings, toppum, hettupeysum og fylgihlutum eins og dýnu, ketilbjöllu, lóðum og stórri sporttösku merkta Celine.

Litapallettan er látlaus og smekkleg – svart, beige og brúnir tónar ráða ríkjum – og fötin smellpassa bæði í salinn og beint í brunch. Verðin eru í takt við nafnið: pilatesdýnan kostar um 64.000 krónur og sporttaskan rúmlega 300.000 krónur. Þetta er líkamsræktarfatnaður sem hentar þeim sem vilja svitna með stíl.

Ljósmynd: Celine
Ljósmynd: Celine
Ljósmynd: Celine