Sjónvarpsmaðurinn Chris Wallace, sem nýverið kvaddi sjónvarpsstöðina CNN, hefur sett heimili sitt í höfuðborg Bandaríkjanna Washington D.C á sölu.
Samkvæmt The Wall Street Journal hefur Wallace verið með fasta búsetu í húsinu frá því hann keypti það ásamt eiginkonu sinni árið 1997 á 1,1 milljón dala.
Ásett verð er 6,4 milljónir dala sem samsvarar um 881 milljónum króna á gengi dagsins. Húsið var byggt árið 1929, er um 650 fermetrar og með fjórum svefnherbergjum.
Hjónin hyggjast eyða efri árunum í Annapolis í Maryland, þar sem þau eiga aðra fasteign, en Lorraine eiginkona Wallace, rekur þar lítið fyrirtæki.
Sjá má myndir af eigninni hér að neðan.