Það eru tvær gerðir sem boðnar eru af Mini Countryman, E sem er framhjóladrifinn og SE 4x4 sem er með aldrifi. Ólíkt mörg um framleiðendum er ekki ýkja mikill munur á staðalbúnaði í bílunum.
Í öryggisbúnaði er bíll inn með spólvörn, stöðugleika stýringu, blindhornsviðvörun og með hliðar- og höfuðloftpúð um fyrir fram- og aftursætis farþega. Að ytra byrði kemur Countryman á 17” álfelgum en hægt er að fá hann einnig á 19” og 20” álfelgum. Hliðarspegl ar eru aðfellanlegir, upphitaðir og birtutengdir. Regnskynjari er fyrir rúðuþurrkur og sjálf virk stilling er á háu ljósunum. Bíllinn er búinn bakkmyndavél og þá eru nálægðarskynjarar að framan og aftan
Það eru tvær gerðir sem boðnar eru af Mini Countryman, E sem er framhjóladrifinn og SE 4x4 sem er með aldrifi. Ólíkt mörg um framleiðendum er ekki ýkja mikill munur á staðalbúnaði í bílunum.
Í öryggisbúnaði er bíll inn með spólvörn, stöðugleika stýringu, blindhornsviðvörun og með hliðar- og höfuðloftpúð um fyrir fram- og aftursætis farþega. Að ytra byrði kemur Countryman á 17” álfelgum en hægt er að fá hann einnig á 19” og 20” álfelgum. Hliðarspegl ar eru aðfellanlegir, upphitaðir og birtutengdir. Regnskynjari er fyrir rúðuþurrkur og sjálf virk stilling er á háu ljósunum. Bíllinn er búinn bakkmyndavél og þá eru nálægðarskynjarar að framan og aftan
Kringlóttur skjár fangar athyglina
Mælaborðið er mikið breytt þar sem nú er einungis einn skjár fyrir miðju mæla borðsins. 240mm kringlóttur OLED snertiskjár sem gefur Mini skemmtilega sérstöðu og fangar arfleið Mini um leið. Skjávörpun er á framrúðu fyrir ökumann sem er mikill kostur.
Í öryggisbúnaði er bíllinn með spólvörn, stöðugleikastýringu, blindhornsviðvörun og með hliðar- og höfuðloft púðum fyrir fram- og aftursætisfarþega.
Lyklalaust aðgengi er að bílnum en til að starta honum er rofi í miðstokki sem minnir á lykill sem þarf að snúa til að setja hann í gang. Þá er skemmtileg stemningslýsing í innréttingunni sem hægt er að stilla á mismunandi vegu.
Margar mismunandi aksturs stillingar og akstursupplifanir Það er fínn kraftur í bílnum og líkt og í mörgum nýjum rafmagnsbílum er boðið upp á mismunandi akstursstillingar, allt frá vistvænum akstri til orkumeiri aksturs.
Go Kart heitir sportútgáfan af aksturs upplifuninni og bíður hún upp á skemmtilegan akstur og hljóðheim. Alls eru 8 mismun andi stillingar eða svokallaðir Mini Experience Modes sem hægt er að velja um. Einnig er hægt að taka hljóðstillinguna af ef svo er kosið.
Sannkallaður fjölskyldubíll
Mini Countryman er sannkall aður fjölskyldubíll og hannað ur fyrir þann hóp kaupenda. Countryman er nú 13 cm lengri og 8 cm hærri en fyrirrennari hans, og stærðin skiptir sköp um þegar kemur að þægind um í innanrými sem og auknu farangursrými.
Hann er fimm manna og fer vel um farþega í fram- og aftursætum. Aftursætin eru með stillanlegt bak sem eykur enn meira upp á þægindin. Stýrið er flott hannað en er nokkuð breitt og mikið um sig. Útsýni er gott fyrir ökumann og þá er inn réttingin fallega hönnuð. Bíll inn kemur með Apple CarPlay og Android Auto. Tvö USB-C tengi eru fram í og tvö aftur í. Farangursrýmið er 460 l og er hægt að stækka það með niður fellanlegum 40/20/40 aftur sætisbökum. Afturhlerinn opnast vel og er að sjálfsögðu með rafstýrðri opnun og lokun.
Skemmtilegur í akstri
Bíllinn sem reynsluekinn var er af gerðinni E og er kraft minni en SE 4x4, en með meiri drægni. Hröðunin upp í 100 km/h er 8,6 sek. í E en 5,6 í SE 4x4. Frekar stíf fjöðr un er í bílnum sem gerði það að verkum að maður finnur fyrir næstum hverri holu á veginum og þá fann maður svo sannarlega fyrir hraða hindrunum.
Að öðru leyti var aksturupplifunin mjög góð. Bíllinn þéttur og góður í alla staði, veghljóð minniháttar og óhætt að segja að hand bragð BMW sjáist á hönnum og smíði bílsins. Countryman er með 66,5 kWh rafhlöðu og er drægnin gefin upp á bilinu 423-462 km. Verð fyrir Mini Country-man er 8.900.000 kr., og með styrk frá Orkusjóði fer verðið niður í 7.990.000 kr.
Sami undirvagn og í BMW X1
Mini Countryman er byggður á BMW UKL undirvagni, sem býður upp á meira farþegarými á minni undirvagni. BMW X1 og X2 er einnig á UKL undirvagninum. Mini Countryman er smíðaður í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi.
Mini Countryman
» Mini Countryman E
» Orkugjafi: Rafmagn 66,5 kWh
» Drægni: 462 km
» Hestöfl: 204
» Tog: 250 Nm
» Hröðun 0-100: 8,6 sek.
» Verð: 8.890.000 kr.
» Umboð: BL
Fjallað var um málið í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu.