Frá 4. maí til 7. júlí verður Cybertruck sýndur á 100 stöðum í 20 löndum. Þá gefst almenningi tækifæri til að kynnast bíl sem vakið hefur athygli um allan heim og fræðast nánar um einstaka tæknieiginleika og nýstárlegar hönnunar hans.
Á Íslandi verður Cybertruck frumsýndur í höfuðstöðvum Tesla, að Vatnagörðum 24 dagana 28. júní til 30. júní.
Samkvæmt Tesla hefur Cybertruck meira notagildi en bara pallbíll. Framleiðandinn segir bílinn kraftmeiri en sportbíl og hafa fagurfræði sæberpönksins.
Óvenjuleg og framúrstefnuleg hönnun Cybertruck sækir innblástur í fagurfræði sæberpönksins, sem þekkt er úr myndum á borð við Blade Runner og The Spy Who Loved Me. Ytra byrðið er úr ryðfríu 30X kaldvölsuðu Ultra-Hard stáli.
Nánar er fjallað um Cybertruck í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.