Valhúsabraut 39 var dýrasta einbýlishús sem selt var á Seltjarnarnesi á síðasta ári. Kaupverð hússins, sem er 424 fermetrar, nam 257 milljónum króna. Fermetraverð nam því 606 þúsund krónum.

Hæsta fermetraverð sem greitt var fyrir einbýlishús í sveitarfélaginu var 860 þúsund krónur, en það var fyrir Bakkavör 6. Kaupverð hússins, sem er 270 fermetrar, nam því 232 milljónum króna.

Hér að neðan má sjá lista yfir fimm dýrustu einbýlishús sem seld voru á Seltjarnarnesi í fyrra.

Dýrustu einbýlishús sem seldust á Seltjarnarnesi árið 2022

Heimilisfang Verð (milljónir kr.) Stærð Fermetraverð (þúsundir kr.)
Valhúsabraut 39 257 424 606
Bakkavör 6 232 270 860
Hrólfsskálavör 3 183 257 713
Nesvegur 105 180 311 579
Kolbeinsmýri 1 179 297 604
Heimild: HMS

Umfjöllunina má lesa í heild í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.