Eggjapúns (e.eggnog) kemur upprunalega frá Bretlandi á miðöldum. Upphaflega var það kallað „posset“, heitur mjólkurdrykkur með áfengi og kryddi, notaður bæði til skemmtunar og lækninga. Þetta var dýr drykkur og var því yfirleitt tengdur við efri stéttir samfélagsins sem höfðu efni á mjólk, eggjum og sterku áfengi. Þegar drykkurinn barst til Ameríku á 18. öld þróaðist uppskriftin enn frekar, þar sem romm, sem var aðgengilegra en breska vínið, var notað í staðinn.

Eggjapúnsið varð sífellt tengdara jólunum, líklega vegna þess að mjólk og egg voru dýr hráefni sem fólk gat aðeins leyft sér á tyllidögum. Í Bandaríkjunum, þar sem mjólkur- og rjómaframleiðsla jókst, varð drykkurinn að hefð um jólin og er ennþá ein af þeim jólavenjum sem hafa orðið vinsælar á heimsvísu. Í dag er eggjapúnsið þekkt fyrir sitt rjóma- og eggjarauðubragð, oft með rommi eða viskíi fyrir smá hlýju, og er það stundum kryddað með kanil eða múskati.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði