Ein skærasta stjarnan í spænskri víngerð er Telmo Rodríguez sem nam víngerð í Búrgund og í Rónardalnum, hvar vínekrur eru eins og munnþurrkur að stærð í samanburði við þau landflæmi sem fyrirfinnast undir vínrækt á Spáni. Hugmyndafræðin er því að hluta til tekin að láni. Ekki til að gera „Búrgundarleg“ vín heldur til að nota vínviðinn til að miðla þeim jarðvegi og loftslagi sem hverja ekru einkennir. Nokkuð sem segja má að lengstum hafi heyrt til undantekninga á Spáni. Þannig rekur Telmo Rodríguez ásamt sínum félögum átta víngerðarhús víða á Spáni sem öll eiga það sammerkt að framleiða vín í litlu magni en hvert með sínum sérstæðu eiginleikum og ávallt með náttúrulegu geri á hverjum stað.

Ein skærasta stjarnan í spænskri víngerð er Telmo Rodríguez sem nam víngerð í Búrgund og í Rónardalnum, hvar vínekrur eru eins og munnþurrkur að stærð í samanburði við þau landflæmi sem fyrirfinnast undir vínrækt á Spáni. Hugmyndafræðin er því að hluta til tekin að láni. Ekki til að gera „Búrgundarleg“ vín heldur til að nota vínviðinn til að miðla þeim jarðvegi og loftslagi sem hverja ekru einkennir. Nokkuð sem segja má að lengstum hafi heyrt til undantekninga á Spáni. Þannig rekur Telmo Rodríguez ásamt sínum félögum átta víngerðarhús víða á Spáni sem öll eiga það sammerkt að framleiða vín í litlu magni en hvert með sínum sérstæðu eiginleikum og ávallt með náttúrulegu geri á hverjum stað.

Rodríguez telur að iðnaðarframleiðsla á 400 milljónum flaskna sem flokkaðar eru í stórum dráttum eftir geymslu (Crianza, Reserva, Gran Reserva) sé á útleið. „Hverjum myndi t.d. detta í hug að Bordeaux myndi fylgja þessari forskrift í stað 1855 flokkunarinnar,“ spyr hann í nýlegu viðtali við Decanter. Þess ber þó að geta að D.O.C. Rioja hefur á undanförnum árum þróað svæðakerfi þvert á gamla gæðakerfið. Framleiðendur hafa því möguleika á að merkja vín frá svæði, þorpi eða allt niður í ekru, þótt kerfið þyki óþarflega ferkantað.

Umfjöllunina um Telmo Rodríguez er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag. Hér er umfjöllunin í heild.