Ferrari 599 var nýskráður á Íslandi á föstudaginn síðastliðinn. Aðalskoðun birti mynd af bílnum af Facebook síðu sinni.
Ferrari 599 var framleiddur á árunum 2006-2012. Þessi tiltekni bíl var nýskráður 2. ágúst 2006.
Bíllinn var kraftmest bíllinn sem ítalski bílaframleiðandinn framleiddi fram til ársins 2012.
Hann er með 6 lítra V12 vél sem skilar 620 hestöflum. Útblástur bilsins samkvæmt Umferðastofu er 490 g/km og eigin þyngd hans er 1.780 kg.
Bílar af þessari gerð kosta um 20-30 milljónir fyrir aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt.
Skjáskot af Facebook síðu Aðalskoðunnar.