Menntakerfi landsins kennir okkur ýmislegt, bæði gagnlega hluti og annað sem nýtist okkur ekki jafn vel. Fjármálalæsi er einn þeirra þátta sem fær ekki nægilegt pláss í námskránni að mínu mati, sé tekið mið af mikilvægi þess.

Launahækkun, hærri eftirlaun og skattfrjáls peningur til útborgunar í fyrstu íbúð hljómar mjög vel í mínum eyrum. En hvað get ég gert til að tryggja mér þau fríðindi?

Á vef Almenna lífeyrissjóðsins er greinagóð skýring á viðbótarlífeyrissparnaði. Ég tók saman nokkra punkta sem gætu hjálpað ungum sem öldnum.

Menntakerfi landsins kennir okkur ýmislegt, bæði gagnlega hluti og annað sem nýtist okkur ekki jafn vel. Fjármálalæsi er einn þeirra þátta sem fær ekki nægilegt pláss í námskránni að mínu mati, sé tekið mið af mikilvægi þess.

Launahækkun, hærri eftirlaun og skattfrjáls peningur til útborgunar í fyrstu íbúð hljómar mjög vel í mínum eyrum. En hvað get ég gert til að tryggja mér þau fríðindi?

Á vef Almenna lífeyrissjóðsins er greinagóð skýring á viðbótarlífeyrissparnaði. Ég tók saman nokkra punkta sem gætu hjálpað ungum sem öldnum.

Eftirlaun

  • Öllum vinnandi einstaklingum á aldrinum 16 – 70 ára ber skylda að greiða í lífeyrissjóð. Þegar einstaklingarnir fara á eftirlaun fá þeir greitt úr sjóðnum. Eftirlaun eru að meðaltali töluvert lægri en meðaltekjur fólks yfir starfsævina.
  • Að greiða í séreignarsjóð er leið til að hækka eftirlaunin. Þegar samningur um viðbótarlífeyrissparnað er gerður hafa einstaklingar val um að greiða 2% eða 4% af laununum sínum. Launagreiðandi ber þá skylda til að greiða 2% mótframlag. Það má því segja að einstaklingar sem borga í séreignarsjóð fái 2% launahækkun á mjög auðveldan hátt.
  • Þar sem viðbótarlífeyrissparnaður er ekki skylda er það á ábyrgð launþeganna að skila inn samningi til launagreiðanda. Samningarnir eru gerðir í gegnum þann lífeyrissjóð eða banka sem einstaklingur velur sér að borga í.
  • Þegar einstaklingar sem hafa greitt í séreignarsjóð yfir ævina fagna 60 ára afmæli opnast viðbótarlífeyrissparnaðurinn og er laus til úttektar. Það er frjálst hvernig sparnaðinum er ráðstafað.

Hægt er að nýta viðbótarlífeyrsissparnað til útborgunar á fyrstu fasteign.
Hægt er að nýta viðbótarlífeyrsissparnað til útborgunar á fyrstu fasteign.

Fyrstu kaup

  • Annar mjög stór kostur þess að borga í séreignarsjóð, sérstaklega fyrir unga fólkið, er sá að hægt er að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn við kaup á fyrstu fasteign. Bæði er hægt að nýta sparnaðinn til útborgunar á fyrstu kaupum eða til að greiða inn á húsnæðislán. Báðir kostirnir eru skattfrjálsir.
  • Árleg hámarksupphæð sem einstaklingur má nýta er 500.000 kr. Athugið að upphæðin gildir um einstaklinga sem þýðir að ef sambýlisfólk hyggst festa kaup á sinni fyrstu eign þá geta þau nýtt samtals 1.000.000 kr á ári. Eftir að heimildin hefur verið nýtt endist hún í tíu ár.