Sá bíll komst á teikniborðið upp úr 1990 og var ætlað að verða framhald á G jeppanum. ML var miðjustærðin, líkt og EClass, en GL átti að vera sá stóri, líkt og S-Class. Sem skýrir GLE nafnið. En áformin breyttust og allar þrjár tegundirnar, eða undirtegundirnar eins og sagt er á fagmáli, eru framleiddar í dag.

Fjórða kynslóðin kom á markað árið 2020 og er ákaflega vel heppnuð, að utan og innan, og fullnægir þessi stærðarflokkur flestum.

Vinsælasta útgáfan er tvinnútgáfan, annaðhvort með fjögurra strokka bensín- eða dísilvél.

Kosturinn við fjóra strokka er að verðið er lægra en í þýsku keppninautunum BMW 5 og Porsche Cayenne en ókosturinn er bæði minna afl og síðra vélarhljóð og gangur.

Aðrir keppinautar eru Lexus RX, sem er með fjórum sílendrum, og sex strokka Range Rover Sport

AMG mætir kröfum þessara sumra

Þeir í Stóðhestagarði, Stuttgart, fundu svarið við kröfum sumra. AMG GLE 53. Sex strokkar, 84 kílómetrar á rafmagni og enn sportlegri bíll, sérstaklega framendinn.

Hestöflin eru 544 í stað 381 í tvinnútgáfunni með bensíni, eða 333 í díseltvinnútgáfunni.

Þetta er eiginlega eins og svart og hvítt. Venjulegur frúarbíll breytist í sportbíl við það að fá AMG merkið á skottlokið.

Innréttingin í bílnum er stílhrein.

Aksturinn

Hefðbundni GLE er snarpur og hinn ágætasti fjölskyldubíll. En AMG útgáfan er allt annað og miklu mun líkari akstri í vélarstórum þýskum fólksbíl. Bremsurnar eru þéttari, bíllinn er rásfastari og aflið auðvitað allt annað. Hann steinliggur á veginum.

Mercedes-AMG E 53 Hybrid 4MATIC+

  • Orkugjafi: Bensín og rafmagn
  • Hestöfl: 544
  • Tog: 750 Nm
  • Hröðun 0-100: 4,7 sek.
  • Verð frá: 22.990.000 kr.
  • Umboð: Askja

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins Bílar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.