Líkt og fleiri framleiðendur hafa gert á síðustu misserum er hönnun bílsins mun haraðari en á fyrra módeli og sköp horn og kantaðri hönnun tekið yfir mýkri línurnar sem einkenndu fyrri kynslóðir Santa Fe.

Að einhverju leiti minnir þessi nýji bíll á Land Rover Defender eða jafnvel Kia EV-9 en það er líka jákvæður samanburður.

Kannski sameinar hann í einum bíl marga af kostum þessara bíla, að vera rúmgóður fjölskyldubíll og að sama skapi fullvaxinn jeppi. Og það sem meira er að hann er núna kominn með Plug-in Hybrid vél sem gerir hann að vænum kosti fyrir þá sem það kjósa. Drægnin á rafmagni er gefin upp 56 km miðað við blandaðan akstur en 65 km í innanbæjarakstri.

Allt nýtt og smellpassar

Það er sama hvar niður er komið í hönnun bílsins, allt er nýtt. Að innan sem utan er lítið sem hægt er að miða sig við annað en að dást að hve vel hefur til tekist. Framendinn er tilkomumikill með svokallaðri H lýsingu, en framljósin mynda bókstaf h og það gera afturljósin líka.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.