Hekla frumsýnir nýjan Audi Q6 e-tron, á morgun, laugardag, í sýningarsal Audi að Laugavegi 174.
Viðburðurinn hefst klukkan 12 í hádeginu og stendur yfir í fjóra klukkutíma.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Heklu er um að ræða einn mest spennandi rafbílinn á markaðnum.
Bíllinn sem kemur á nýjum undirvagni frá Audi er fjórhjóladrifinn og með 616 kílómetra drægni.
„Um er að ræða kaflaskil í hönnun frá Audi og eru miklar væntingar gerðar til bílsins af hálfu framleiðandans. Engu er til sparað þegar kemur að hönnun Audi Q6 en hönnun innra rýmisins er ný frá grunni og hvert einasta smáatriði innan sem utan bílsins hugsað til hins ýtrasta,“ segir í tilkynningunni.
Í bílnum eru nýir margmiðlunarskjáir sem auka á upplifun ökumanns og farþega, en bíllinn kemur einnig með aukaskjá fyrir farþegasæti í framsæti bílsins. Að sögn Heklu er kraftmikill rafmótor í bílnum sem skilar frábærum aksturseiginleikum og quattro fjórhjóladrif sér til þess að bíllinn er kjörinn fyrir íslenskar veðuraðstæður.
Þá býður hann upp á hraðhleðslu þar sem hægt er að hlaða frá tíu prósentum upp í átta á 21 mínútu (í hámarkshleðslu, 270 kW).
„Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti nýjum meðlimum í fjölskylduna og koma Audi Q6 e-tron er þar engin undantekning. Bíllinn er virkilega vel heppnaður og frábærlega hannaður að innan sem utan, eins og Audi er einum lagið. Bíllinn býr yfir mikilli drægni, Quattro fjórhjóladrifi, frábærri fjöðrun og kraftmiklum rafmótorum. Nýtt og hátæknilegt mælaborð með allri nýjustu tækni setur þar punktinn yfir i-ið og gerir Audi Q6 að frábærum akstursbíl,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu.