Hekla frumsýnir nýjan Audi Q6 e-tron, á morgun, laugar­dag, í sýningar­sal Audi að Lauga­vegi 174.

Viðburðurinn hefst klukkan 12 í há­deginu og stendur yfir í fjóra klukkutíma.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Heklu er um að ræða einn mest spennandi raf­bílinn á markaðnum.

Bíllinn sem kemur á nýjum undir­vagni frá Audi er fjór­hjóla­drifinn og með 616 kíló­metra drægni.

„Um er að ræða kafla­skil í hönnun frá Audi og eru miklar væntingar gerðar til bílsins af hálfu fram­leiðandans. Engu er til sparað þegar kemur að hönnun Audi Q6 en hönnun innra rýmisins er ný frá grunni og hvert einasta smá­at­riði innan sem utan bílsins hugsað til hins ýtrasta,“ segir í til­kynningunni.

Í bílnum eru nýir marg­miðlunar­skjáir sem auka á upp­lifun öku­manns og farþega, en bíllinn kemur einnig með auka­skjá fyrir farþegasæti í framsæti bílsins. Að sögn Heklu er kraft­mikill raf­mótor í bílnum sem skilar frábærum aksturs­eigin­leikum og qu­attro fjór­hjóla­drif sér til þess að bíllinn er kjörinn fyrir ís­lenskar veðuraðstæður.

Þá býður hann upp á hraðhleðslu þar sem hægt er að hlaða frá tíu pró­sentum upp í átta­ á 21 mínútu (í há­marks­hleðslu, 270 kW).

„Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti nýjum meðlimum í fjöl­skylduna og koma Audi Q6 e-tron er þar engin undan­tekning. Bíllinn er virki­lega vel heppnaður og frábær­lega hannaður að innan sem utan, eins og Audi er einum lagið. Bíllinn býr yfir mikilli drægni, Qu­attro fjór­hjóla­drifi, frábærri fjöðrun og kraft­miklum raf­mótorum. Nýtt og hátækni­legt mæla­borð með allri nýjustu tækni setur þar punktinn yfir i-ið og gerir Audi Q6 að frábærum aksturs­bíl,“ segir Björn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs Heklu.