Einbýlishús að Hávallagötu 24, sem var reist fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu, var selt á 315 milljónir króna í júní. Húsið er 380 fermetrar að stærð og verð á fermetra var því 830 þúsund krónur.
Kaupendur eru Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir, sem eiga listarýmið Mengis, að því er mbl.is greindi frá.
Húsið, sem var byggt árið 1941, var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Samband íslenskra samvinnufélaga byggði húsið sem skólastjórabústað fyrir Jónas. Jónas var formaður Framsóknarflokksins í tíu ár og dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1927-1932.