Glænýr Peugeot E-3008 verður frumsýndur hjá Brimborg um helgina en bíllinn er kraftmikill 210 hestafla rafbíll.

Hinn nýi E-3008 er með góðri drægni eða alls 525 km samkvæmt WLTP staðli. Þá er einnig góður hleðsluhraði. Nýtt Panoramic i-Cockpit innra rými ásamt ríkulegum útbúnaði gerir bílinn að spennandi kosti í bílaflórunni.

Ný kynslóð af Panoramic i-Cockpit inniheldur fullkomin víðmyndarskjá sem er ýmist tveir 10“ HD margmiðlunarskjáir í Allure útfærslu eða 21“ HD margmiðlunar- og víðmyndarskjár með LED stemmingslýsingu sem skapar skemmtilega stemmningu við aksturinn í GT útfærslu. Í skjánum eru allar helstu stafrænu nýjungar, þráðlausar tengingar fyrir snjallsíma og raddstýring. Peugeot E-3008 GT er með þráðlausri símahleðslu og upphitanlegu stýri. Fyrirferðalítið leðurklætt stýrið hefur alltaf leikið lykilhlutverk í i-Cockpit innréttingunni og hefur enn á ný verið endurhannað til að bjóða upp á enn betri akstursupplifun og þægindi.

Peugeot hefur gjörbylt hönnun á nýjum E-3008 í takt við ný hönnunarmarkmið Peugeot þar sem heillandi og frumleg hönnun eru höfð að leiðarljósi. Auk fallegrar hönnunar er akstursgleði og góð afköst höfð að leiðarljósi sem skilar sér í meiri ávinningi fyrir væntanlega eigendur. Peugeot E-3008 er fyrsti bíllinn sem Peugeot framleiðir á glænýjum STLA undirvagni sem setur ný viðmið í rafbílatækni.

Bíllinn er með þráðlausar uppfærslur yfir netið (OTA) fyrir reglulegar uppfærslur á hugbúnaði bílsins svo að bíllinn sé alltaf með nýjasta hugbúnaði sem völ er á. Nýr Peugeot E-3008 rafbíll er með ríkulegan öryggisbúnað.

Peugeot E-3008 hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin að þessu sinni fyrir framúrskarandi hönnun og er þetta er í níunda sinn sem Peugeot hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Síðar í sumar er einnig von á Peugeot 3008 með hybrid-tækni, rafmagn og bensín. Hann er sjálfhlaðanlegur og því þarf ekki að stinga í samband til að hlaða rafhlöðuna heldur hleður hann sig í akstri.

Frumsýningin áPeugeot E-3008 verður í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 13.-27. júní.