Í síðasta mánuði komu saman rúmlega fimm þúsund aðdáendur Big Green Egg-útigrillsins til Lawrenceville, skammt frá Atlanta, til að halda upp á hina svokölluðu EGGtoberfest-hátíð.

Þessi árlegi viðburður hefur verið haldinn síðan 1998 en þá var hún ekki nema lítil samkoma fyrir nokkra áhugamenn græna eggsins. Í ár komst hátíðin hins vegar í heimsmetabók Guinness fyrir að hafa eldað 2974 kg af kjúklingavængjum fyrir gesti hátíðarinnar.

Big Green Egg vildi jafnframt sjá til þess að hátíðin væri haldin með pompi og prakt þar sem fyrirtækið var að fagna fimmtíu ára afmæli sínu.

Frumkvöðullinn Ed Fisher uppgötvaði fyrst Eggið árið 1974 en þessir keramík-kamado-ofnar eiga rætur sínar að rekja til Japans. Grillið notast við harðviðarkol og er hentugt fyrir hægeldun þar sem hönnun Eggsins tryggir hitaeinangrun. Það er því tilvalið fyrir íslenskar aðstæður þar sem það blæs frá sér roki og kulda.

„Þetta er, að mínu mati, skemmtilegasta leiðin til að elda. Við höfum verið að grilla við eldinn í þúsundir ára og Eggið er bara framhald af þeim helgisið. Fjölskyldur, vinir og nágrannar hafa safnast saman í kringum eggið í 50 ár og búið til ævilangar minningar. Það er það eina sem við getum nokkurn tímann vonast eftir,“ segir Dan Gertsacov, forstjóri Big Green Egg.