Fyrr á öldum voru kirkjur og píramídar hæstu byggingar heims. Árið 1887 var Eiffel turninn reistur í París en hann var langhæsta mannvirki heims í allmörg ár alls 324 metrar að hæð. Empire State byggingin í New York tók við sem hæsta bygging heims árið 1931 og var í toppsætinu allt þar til árið 1971. Mikil breyting hefur orðið á hæstu mannvirkjum heimsins síðustu ár og áratugi þegar margir skýjakljúfar hafa risið víðs vegar um heiminn. Til marks um breytingar þá er Empite State í 49 sæti í dag yfir hæstu byggingar í dag sem sýnir hversu ör breyting er á hæstu skýjakljúfum heims.
Burj Khalifa
Burj Khalifa er í dag hæsta bygging heims og hefur verið síðan byggingu hennar lauk árið 2009. Það tók fimm ár að byggja Burj Khalifa sem er 828 metrar að hæð staðsettur í Dubai. Byggingin er jafn há og þrír Eifel turnar. Burj Khalifa er með ýmis heimsmet því hún er með hæstu lyftu heims sem er 504 metra há.Það hlúytur að vera mikið stuð að taka lyftuna. Einnig er byggingin með flestar hæðir af nokkurri bygginu í heiminum af augljósum ástæðum eða 163 og þá er einnig hæsti veitingastaður heims frá jörðu sem er í 441 metra hæð. Hinn bandaríski Adrian Smith sem hannar Jeddah Tower er einnig hönnuður Burj Khalifa. Byggingin er nefnd í höfuðið á fyrrum forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanana Sheik Khalifa bin Zayed Al Nahyan.
Umfjöllunina um hæstu byggingar heims er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu.