Sólgleraugu eru ekki einungis nauðsynleg til að vernda augun gegn skaðlegum geislum sólarinnar, heldur eru þau einnig mikilvægur hluti heildarútlitsins.

Í ár er sólgleraugnatískan einstaklega fjölbreytt. Hægt að að fá sólgleraugu í öllum stærðum, litum og gerðum og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér koma nokkrar tegundir sem voru áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið 2024.

Sólgleraugu eru ekki einungis nauðsynleg til að vernda augun gegn skaðlegum geislum sólarinnar, heldur eru þau einnig mikilvægur hluti heildarútlitsins.

Í ár er sólgleraugnatískan einstaklega fjölbreytt. Hægt að að fá sólgleraugu í öllum stærðum, litum og gerðum og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér koma nokkrar tegundir sem voru áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið 2024.

Litrík gleraugu

Skærir og djarfir litir eru ríkjandi í gleraugnatískunni í ár. Etro og Burberry sýndu líflega liti eins og rauðan, bláan og gulan, á tískupöllunum fyrir sumarið 2024.

Bleik sólgleraugu frá Versace

Speglagler

Speglagler snúa aftur með krafti í ár. Þau hafa meðal annars sést á tískupöllunum hjá Acne Studios, Givenchy og Alberta Ferretti. Þessi sólgleraugu koma í ýmsum litum og bæta framtíðarlegum blæ við hvaða fatnað sem er.

Speglagleraugu frá Gucci

Hvít sólgleraugu

Ef þú vilt prófa nýja fylgihluti en halda þér við hreint og nútímalegt útlit, þá gæti hvítt verið rétti kosturinn fyrir þig. Hvít sólgleraugu skera sig úr, sérstaklega þegar umgjarðirnar eru stórar, eins og sést á tískupöllum Elie Saab, Louis Vuitton og Versace.

Hvít sólgleraugu frá Louis Vuitton.

Klassísku flugmannagleraugun

Flugmannagleraugu eru tímalaus klassík, en tískuhúsin hafa verið að þróa nýjar útfærslur sem sameina það gamla og nýja. Tom Ford og Saint Laurent sýna uppfærðar útgáfur af þessum klassísku gleraugum.

Falleg svört sólgleraugu frá Saint Laurent.